15.8.2008 | 12:59
Hjálpargögn
Hvar eruð þið hernaðarandstæðingar og friðarsinnar núna?
Hvers vegna fettir enginn fingur út í framferði rússa núna þegar þeir koma í veg fyrir sendingar hjálpargagna til Georgíu?
Rússar hindra flutning hjálpargagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski er þögnin til þess að vekja ekki athygli á því að þeir sem fljúga með hjálpargögnin til Georgíu eru bandaríski flugherinn, og með í för er vafalítið sægur af CIA "hernaðarráðgjöfum" o.fl. útsendurum sem e.t.v. eru klæddir sem hjálparstarfsmenn. Óháðum fréttaskýrendum sem reyna að sjá í gegnum PR-herferðir beggja hliða ber saman um að árás Georgíuhers á S-Ossetíu sem varð kveikjan að átökunum, hafi verið gerð að undirlagi USA/Ísraels með loforði um stuðning gegn Rússum. Tilgangurinn hafi verið sá að búa til ástæðu til að koma sér betur fyrir á Kákasus-svæðinu með því markmiði að takmarka áhrifamátt Rússa til suðurs. Á yfirborðinu sé það vissulega vegna vestrænna olíuhagsmuna (Baku-Supsa og BTC-leiðslurnar) en um leið torveldi það Rússum að verja Íran ef til þess kæmi. Á sama tíma hefur óvenjulega miklum fjölda herskipa verið stefnt inn á Persaflóann. Líkur hafa verið leiddar að því að hafnbann á Írani eða jafnvel einhverskonar átök séu e.t.v. í uppsiglingu, varnarmálaráðuneyti Kuwait hefur t.d. lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna flotasöfnunarinnar. Tímasetningin vekur líka athygli því á meðan Kínverjar eru uppteknir við að halda Ólympíuleikana munu þeir lítið geta aðhafst alþjóðlega. Þegar þessu er lýst þannig ber þetta óneitanlega keim af skipulagningu sem kennd er við "false-flag" aðgerðir að hætti vestrænna leyniþjónustustofnana (Mossad telst í þeim skilningi með vesturblokkinni), en ég sel þessa kenningu þó ekki dýrari en ég keypti hana. Miðað við áróðurinn sem gengur á báða bóga er ekki auðvelt að átta sig á því hvað er satt og logið en einhvernveginn er þetta samt eins og leikrit sem manni finnst maður hafa séð áður, a.m.k. er ljóst að hönnuðir þessarar atburðarásar hafa haft almannatengslin með í skipulagningunni frá upphafi.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.