25.8.2008 | 20:51
virðingarleysi
Þetta sér maður hvergi nema á Íslandi að fólk leggi bílum hvar sem er. Agaleysið og óvirðing fyrir öðrum er í hávegum haft hér á landi og aldrei sá ég neitt þessu líkt í USA þar sem ég bjó lengi! Hvenær ætlum við að taka okkur á og gera eitthvað í þessum málum?
Fyrsti skóladagurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Thjaa það eru ekki mörg bílastæði í rvk nema ef þeir leggja upp við gangstéttina þá verður ennþá erfiðara að keyra.
Tryggvi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:58
Hehemm kallinn minn, bendi á það að fólkið í hverfinu þarf að leggja bílunum sínum einhversstaðar. Ef það leggur ekki þarna, hvar á það þá að leggja?!
Oddur (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:02
Verður bara að byggja bílastæðahús fyrir miðborgarbúa ?.Gætu þeir leigt sér stæði fyrir nokkra tugi þúsunda á mánuði,eins og í útlöndum. Bílastæði eru engin ókeypis gæði fyrir alla þegar þéttbýlt er.Það þekkja íslendingar sem hafa búið erlendis.
hörður halldórsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:11
I bilastaedahusum sem eru um allt.
Gunni (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:11
Jú, mikil ósköp, það er vissulega alltof lítið af bílastæðum, sérstaklega í miðbæ Rvk. enda voru ekki nærri því eins margir bílar hér á landi þegar miðbærinn var að byggjast upp. Ég fer þó ekki ofan af því að virðingarleysi er talsvert mikið þegar kemur að þessum málum. Til dæmis hef ég oft séð fólk leggja ólöglega við verslunarmiðstövar þó það sé nóg að bílastæðum, bara af því að fólk nennir ekki að labba. Við Smáralindina er búið að setja upp stuðlabergsstópa til að fólk leggi ekki á þessar eyjar sem eru við enda bílastæðanna. Hvers vegna þarf að grípa til svona aðgerða? Jú það er vegna þess að virðingarleysið gagnvart samborgaranum er í algleymingi!
Jón Jónsson, 25.8.2008 kl. 21:32
Ég sá einu sinni mann skotinn í USA. Ég hef aldrei séð það hérna á íslandi en djöfull er ömurlegt að búa í landi þar sem fólk leggur uppi á gangstétt.
stefán (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:49
Enn einn að lítillækka sjálfan sig með því að úthúða ameríkönum! Ég sá ekki neinn skotinn í USA og mér finnst viðmót ameríkana frábært. Þeir bera þó virðingu fyrir náunganum og sýna kurteisi og tillitssemi. Það sama er ekki hægt að sgja nema um lítinn hluta íslendinga! Því miður.
Jón Jónsson, 25.8.2008 kl. 21:57
Oddur það er bara að leggja i næstu götu þar sem laust er. Gangstettir eru fyrir gangandi folk ekki bila.
Einar (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:02
Hugsaði fólk sig ekki tvisvar um ef það fengi háa sekt fyrir að leggja bílunum á gangstéttum? Fólk virðist komast upp með mikið tillitsleysi og yfirleitt er aldrei tekið á neinu með alvöru.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.8.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.